11 ný smit greindust í Dalvíkurbyggð

Alls greindust 11 ný smit í gær í Dalvíkurbyggð þegar fjöldi einstaklinga voru skimaðir vegna hópsmitsins í Dalvíkurskóla. Einn var utan sóttkvíar og er smitrakningu lokið.
Alls eru núna 58 í sóttkví og 37 í einangrun í Dalvíkurbyggð.
Reiknað er með að skólahald hefjist aftur á morgun, miðvikudaginn 24. nóvember, en með miklum takmörkunum.
Verið er að sótthreinsa Dalvíkurskóla í dag svo nemendur geti mætt á morgun.
Nánari fyrirkomulag má finna á samfélagsmiðlum Dalvíkurskóla.