135 í sóttkví á Akureyri

Alls eru núna 147 í sóttkví á öllu Norðurlandi, þar af 141 á Norðurlandi eystra og 135 á Akureyri. Þá eru 16 í einangrun þar af 14 á Norðurlandi eystra og 12 á Akureyri.  Þeir sem eru í sóttkví núna á Akureyri tengjast smitum í Brekkuskóla og Síðuskóla. Talsverður fjöldi er nú í sóttkví vegna þeirra smita.

Aðeins einn er í sóttkví í Dalvíkurbyggð og einn í Fjallabyggð.

Myndlýsing ekki til staðar.