149 í einangrun á Norðurlandi
Fjölgað hefur í einangrun og sóttikví á Norðurlandi síðustu daga en nú eru 149 í einangrun á öllu Norðurlandi, þar af 132 á Norðurlandi eystra. Þá eru 137 í sóttkví á Norðurlandi, þar af 128 á Norðurlandi eystra.
Flest smitin á Norðurlandi eru enn á Akureyri.