15 í einangrun í Dalvíkurbyggð
Alls eru 15 manns í einangrun í Dalvíkurbyggð og 17 í sóttkví. Einn er í einangrun á Siglufirði. Alls eru 65 í einangrun á öllu Norðurlandi og 103 í sóttkví.
Fjögur ný smit greindust á Norðurlandi eystra í gær, öll á Akureyri.