18 með covid í Dalvíkurbyggð og 56 í sóttkví

Samkvæmt nýjustu tölum frá Lögreglunni á Norðurlandi eystra þá eru 18 manns með covid og í einangrun í Dalvíkurbyggð. Þá eru 56 í sóttkví á Dalvíkurbyggð. Smit hafa bæði verið á leikskólanum og einnig í fiskvinnslu. Þá hafa smit einnig greinst hjá fjölskyldum.

Á Siglufirði eru tveir með covid og einn í sóttkví. Alls eru 93 með covid á Norðurlandi eystra og 343 í sóttkví. Langflest tilfellin eru á Akureyrarsvæðinu.