238 án atvinnu í Dalvíkurbyggð

Samkvæmt nýjustu tölum frá Vinnumálastofnun þá voru 238 án atvinnu í Dalvíkurbyggð í lok mars mánaðar og jókst um 211 á milli mánuða. Atvinnuleysi mælist nú 5,3% í Dalvíkurbyggð.

Þá eru 157 án atvinnu í Fjallabyggð í lok marsmánaðar, og mælist atvinnuleysi þar núna 7,0%.

Á Akureyri eru 1794 án atvinnu og mælist atvinnuleysi 5,21%.

Í Skagafirði eru 175 án atvinnu og mælist atvinnuleysi 3,7%.