318 í einangrun á Norðurlandi

Alls eru núna 318 einstaklingar með covid og í einangrun á Norðurlandi, þar af eru 256 á Norðurlandi eystra og 62 á Norðurlandi vestra. Þá eru 409 í sóttkví á Norðurlandi, þar af 319 á Norðurlandi eystra og 90 á Norðurlandi vestra. Alls voru 1101 smit innanlands og 105 á landamærum síðastliðinn sólarhring.

Fram kemur á heimasíðu Dalvíkurbyggðar að þar séu 19 íbúar í einangrun og 16 í sóttkví. Þá eru 30 sagðir í einangrun í Skagafirði og 51 í sóttkví samkvæmt upplýsingum frá Lögreglunni á Norðurlandi vestra.