dalvíkurbyggð

50 ára afmæli Skíðafélags Dalvíkur

50 ára afmæli Skíðafélags Dalvíkur var fagnað um síðastliðna helgi með tveimur veislum. Á föstudag var veisla og einnig opið í menningarhúsinu Bergi á laugardag. Þar var sögu félagsins fagnað með sýningu. Áætlað er að um 300 manns hafi mætt í kaffi og fagnað með félaginu.

Í tilefni 50 ára afmælisins var gefið út afmælisrit sem Óskar Þór Halldórsson tók saman og ritstýrði.  Afmælisritið fjallar ítarlega um þau þrekvirki sem sjálfboðaliðar félagsins hafa unnið í gegnum tíðina, auk þeirra miklu afreka sem íþróttafólk félagsins hefur áorkað í gegnum tíðina. Ritið er selt í Bergi á meðan upplag er til.

Veittar voru viðurkenningar til félaga, sjálfboðaliða og þeirra sem hafa náð langt fyrir hönd félagsins.

Frá þessu var fyrst grein á vef skidalvik.is ásamt meðfylgjandi myndum.

Þau Kristján Þorvaldsson og Hildur Birna Jónsdóttir fengu Starfsmerki UMSE og Daði Valdimarsson, Gerður Olafsson og Snæþór Arnþórsson fengu Gullmerki UMSE.
Einar Hjörleifsson, Sveinn Torfason og Sveinn Brynjólfsson fengu Gullmerki SKI. Skafti Brynjólfsson, Kári Brynjólfsson og Harpa Rut Heimisdóttir fengu Silfurmerki SKI.
Heiðurskross SKÍ fengu þeir Jón Halldórsson og Þorsteinn Skaftason.
Gullmerki ÍSÍ fengu Björgvin Hjörleifsson, Óskar Óskarsson og Brynjólfur Sveinsson.
Heiðursfélagar í Skíðafélagi Dalvíkur: Brynjólfur Sveinsson, Björgvin Hjörleifsson, Óskar Óskarsson, Sveinn Brynjólfsson, Björgvin Björgvinsson, Kristinn Ingi Valsson, Daníel Hilmarsson.