58 án atvinnu í Dalvíkurbyggð
Alls voru 58 án atvinnu í Dalvíkurbyggð í október. Alls voru 34 karlar og 24 konur án atvinnu. Í október 2019 voru 38 án atvinnu í Dalvíkurbyggð.
Á Akureyri voru 686 án atvinnu í október. Í Fjallabyggð voru 67 án atvinnu, eða alls 1195 á Norðurlandi eystra.
Á Norðurlandi eystra mælist atvinnuleysi nú 6,8%.
Þetta kemur fram í gögnum frá Vinnumálastofnun.