5,8% atvinnuleysi í Dalvíkurbyggð

Dregið hefur úr atvinnuleysi í Dalvíkurbyggð á þessu ári en atvinnuleysi mældist 5,8% í maí, og hefur ekki verið lægra síðan í ágúst 2020, en þá var atvinnuleysi 3,8%.  Alls eru 58 án atvinnu í Dalvíkurbyggð en voru 65 í apríl og 68 í mars. Í maí voru 30 karlar og 28 konur sem voru án atvinnu í Dalvíkurbyggð.

Í Fjallabyggð voru 58 án atvinnu og mælist atvinnuleysi þar í maí 5,2%.

Á Akureyri voru 572 án atvinnu í maí og mælist atvinnuleysi 5,5%.

Í Skagafirði voru 50 án atvinnu í maí og mælist atvinnuleysi aðeins 2,2%.

Almennt atvinnuleysi á landinu var 9,1% í maí og minnkaði úr 10,4% í apríl. Atvinnuleysi var 11,0% í mars, 11,4% í febrúar og 11,6% í janúar.

Almennir atvinnuleitendur þ.e. þeir sem ekki voru með minnkað starfshlutfall voru 17.623 í lok maí og fækkaði um 2.380 frá apríl.

Þetta kemur fram í gögnum frá vinnumálastofnun.