65 án atvinnu í nóvember í Dalvíkurbyggð

Alls voru 65 án atvinnu í Dalvíkurbyggð í nóvember 2020 og áætlað er að 66 séu án atvinnu í desember samkvæmt upplýsingum frá Vinnumálastofnun. Alls voru 37 karlar og 28 konur sem eru án atvinnu í Dalvíkurbyggð. Atvinnuleysi mælist nú 6,4% í Dalvíkurbyggð og hefur ekki verið hærra síðan í janúar 2017.

Í Fjallabyggð eru 67 án atvinnu, Í Hörgársveit eru 30, á Akureyri eru 734, í Norðurþingi eru 199 og í Eyjafjarðarsveit eru 30 án atvinnu.