8 í sóttkví í Dalvíkurbyggð – 510 á Akureyri

Alls eru núna 510 manns komnir í sóttkví á Akureyri samkvæmt upplýsingum frá Lögreglunni á Norðurlandi eystra.  Þá greindust 26 með covid á Norðurlandi eystra í gær, þar af 25 á Akureyri. Alls eru núna 50 með covid á Akureyri. Engin smit eru í Fjallabyggð og þar er enginn heldur í sóttkví. Alls eru núna 8 í sóttkví í Dalvíkurbyggð.
Langstærsti hópurinn á Akureyri eru grunnskólabörn og nú er heildartalan á Norðurlandi eystra 54 smit og þar af eru 32 þeirra börn , 12 ára og yngri.
Áfram eru forráðamenn íþrótta- og æskulýðsfélaga hvattir til að slá æfingum og viðburðum á frest hjá unga fólkinu á meðan þetta gengur yfir.
Ekki er vitað um uppruna smitanna en ljóst er að þau eiga tengingar inn í marga hópa í samfélaginu, ýmist félagsstarf, íþróttir og skóla.

 

Myndlýsing ekki til staðar.