A-listi Jafnaðarfólks og óháðra stærstur í Fjallabyggð

Lokatölur í Fjallabyggð komu rétt eftir 02:00 í nótt. A-listi Jafnaðarfólks og óháðra fékk glæsilega kosningu og endaði með þrjá fulltrúa kjörna og 36,2% atkvæða.  D-listi Sjálfstæðisflokks fékk tvo fulltrúa kjörna og 32,3%.  H-listinn fyrir Heildina fékk tvo fulltrúa kjörna og 31,5% atkvæða.