Aðeins 25 smit á Norðurlandi

Samkvæmt nýjustu tölum þá hefur smitum fækkað á Norðurlandi undanfarna daga og í dag eru 25 virk covid smit á öllu Norðurlandi. Þá eru aðeins 41 í sóttkví sem er það minnsta sem verið hefur í nokkurn tíma á öllu Norðurlandi.

Alls greindust 84 með covid á öllu landinu síðastliðinn sólarhringinn.