Aðeins þrír í sóttkví í Dalvíkurbyggð

Í Dalvíkurbyggð eru aðeins 3 í sóttkví og einn í einangrun samkvæmt nýjustu tölum.

Þá eru aðeins sex manns í sóttkví í Fjallabyggð og einn í einangrun. Á öllu Norðurlandi eru aðeins 56 í sóttkví en alls hafa 81 smit  verið staðfest á því svæði frá því kórónufaraldurinn byrjaði. Á öllu landinu hafa 1754 smit verið staðfest.