Fjallabyggð

Allt á floti í Ólafsfirði

Slökkvilið Fjallabyggðar og Björgunarsveitir í Fjallabyggð hafa verið að frá því í gærkvöldi en mikil rigning hefur verið frá því í gærkvöldi á svæðinu. Tjörnin í Ólafsfirði hefur flætt yfir tjaldsvæðið og víðar. Þá er verið að dæla vatni úr kjallara Menntaskólans á Tröllaskaga og íbúðarkjöllurum á svæðinu. Eins og sjá má á myndum þá er mikið af vatni á Ólafsfjarðarvelli og upp að keppnishúsi KF og við MTR.  Dregið hefur úr úrkomu í Ólafsfirði núna eftir kl. 10:00 í morgun. Gul viðvörun er á öllu Norðurlandi.

Þá féll lítil aurskriða á veginn við Sauðanes og er unnið að hreinsun.

Guðmundur Ingi Bjarnason tjaldvörður í Fjallabyggð og björgunarsveitarmaður tók þessar myndir fyrir vefinn.