Amanda Guðrún íþróttamaður UMSE 2018

Í dag var kjöri íþróttamanns UMSE lýst í safnaðarheimili Dalvíkurkirkju. Íþróttamaður UMSE 2018 er Amanda Guðrún Bjarnadóttir GHD og einnig kylfingur ársins. Auk þess hlaut Golfklúbburinn Hamar viðurkenningu fyrir öflugt barna- og unglingastarf. Þá fengu Marsibil Sigurðardóttir, Indíana Ólafsdóttir og Veigar Heiðarsson viðurkenningar fyrir góðan árangur á árinu.