Arnarholtsvöllur opnar um helgina

Golfklúbburinn Hamar Dalvík opnar Arnarholtsvöll fyrir almenning nú um helgina. Fyrsti sláttur sumarsins var einnig í vikunni og lítur völlurinn vel út. Golfvertíðin er því að hefjast hjá kylfingum GHD. Þá hefur klúbburinn fjárfest í valtara sem gerir flatirnar enn betri fyrir sumarið.