Auglýst eftir kennara í Dalvíkurskóla

Dalvíkurskóli auglýsir lausa til umsóknar stöðu kennara í 100% starf á mið – og unglingastigi. Óskað er eftir að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Sótt er um í gegnum íbúagátt Dalvíkurbyggðar, min.dalvikurbyggd.is. Umsókn skal fylgja ítarleg starfsferilskrá. og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Umsækjendur þurfa að vera tilbúnir að framvísa sakavottorði ef til ráðningar kemur.

Umsóknarfestur er til og með 22. október 2021.

Nánari upplýsingar eru á vef Dalvíkurbyggðar.