Auglýst eftir safnverði í Dalvíkurbyggð

Dalvíkurbyggð leitar að starfsmanni í 100 % starf sem skiptist niður á söfn Dalvíkurbyggðar, þ.e. bókasafn, héraðsskjalasafn og byggðasafn. Um er að ræða tímabundna ráðningu í allt að 11 mánuði. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.  Umsóknafrestur er til 20. janúar 2019. Nánari upplýsingar má finna á vef Dalvíkurbyggðar.

Frekari upplýsingar veitir Björk Hólm Þorsteinsdóttir, forstöðumaður safna í Dalvíkurbyggð í síma: 460-4931 / 8483248 eða á netfanginu: bjork@dalvikurbyggd.is