dalvíkurbyggð

Bæjarstjóri Fjallabyggðar vill sameina brunavarnir Fjallabyggðar og Dalvíkurbyggðar

Elías Pétursson bæjarstjóri Fjallabyggðar hefur lagt til að skoðaðir verði möguleikar á sameiningu eða samvinnu brunavarna hjá Fjallabyggð og Dalvíkurbyggð.

Bæjarstjóri Fjallabyggðar telur skynsamlegast sé að skoða möguleika að sameina brunavarnir í Fjallabyggð og Dalvíkurbyggð. Mat bæjarstjóra er að með sameiningu geti náðst fram bætt þjónusta og öryggi fyrir sambærilega fjármuni og sveitarfélögin leggja nú til málaflokksins.
Bæjarstjóri Fjallabyggðar leggur á það áherslu að hvort sem ákveðið verði að sameina slökkvilið sveitarfélaganna, auka samvinnu í málaflokknum eða reka sjálfstætt slökkvilið þá fari fram úttekt á stöðu brunavarna og í framhaldinu stefnumótun til lengri tíma. Við úttekt og stefnumótun þarf að horfa til lögbundinnar skyldu sveitarfélagsins sem og staðbundinna þátta svo sem og t.d. fjölda jarðganga í sveitarfélaginu.

Bæjarráð Fjallabyggðar hefur samþykkt að fela bæjarstjóra Fjallabyggðar að óska eftir viðræðum við Dalvíkurbyggð um mögulega sameiningu slökkviliða sveitarfélaganna.

Minnisblað bæjarstjóra Fjallabyggðar vegna málsins.