Bikarmót á skíðum á Dalvík um helgina
Bikarmót SKÍ í flokki 12-15 ára verður haldið á Dalvík um helgina. Mótshaldarar eru Skíðafélögin á Dalvík og í Ólafsfirði. Keppt verður í svigi í dag og stórsvigi á sunnudag. Keppendur koma víða af landinu til að taka þátt í þessu móti. Hátt í 80 keppendur eru skráðir til leiks. Aðstæður eru mjög góðar til keppnishalds, þrátt fyrir tíðarfar undanfarnar vikur.