dalvíkurbyggð

Biluð lega endaði skíðatímabilið í Dalvíkurbyggð

Skíðafélag Dalvíkur hefur tilkynnt að lega í endahjóli á neðri lyftu á skíðasvæðinu hafi farið skömmu fyrir páska, en sú bilun  varð til þess að skíðatímabilið kláraðist snemma í ár. Bilunin náði að skemma talsvert út frá sér, en stutt var síðan þessar legur voru settar í endahjólið. Grunur liggur á að galli hafi leynst í legunni eða að slit hafi ekki verið greinanlegt á öxli þegar legur voru settar í.

Verið er að panta allt nýtt í þetta og þegar viðgerð er lokið ætti þetta að vera í lagi næsta áratuginn. Lyftan hefur verið talsvert mikið endurnýjuð undanfarin ár.