Björgunarbáturinn Sigurvin fór í útkall frá Siglufirði

Björgunarskipið Sigurvin flutti sjúkraflutningamenn frá Siglufirði til móts við bát sem var staddur við Siglunes í gær. Bráð veikindi komu upp hjá einum bátsverja og þurfti hann tafarlausa aðhlynningu.

Enn ein áminningin um mikilvægi björgunarskipa Landsbjargar við strendur landsins.

Björgunarsveitin Strákar greindu frá þessu á samfélagsmiðlum í dag.