dalvíkurbyggð

Björgunarsveitin býðst til að greiða viðgerðarkostnað vegna óhapps

Óhapp varð við flugeldasýningu sem haldin var við lok Fiskidagsins mikla, þegar eldur komst í dekkjaþybbur á Suðurgarði á Dalvíkurhöfn. Talið er að um 55 dekk séu ónýt og er nauðsynlegt að skipta um dekkjastæður á um 60 metra kafla. Formaður Björgunarsveitar Dalvíkur hefur sent afsökunarbeiðni til Dalvíkurbyggðar og hefur sveitin boðist til að greiða kostnaðinn af viðgerðum vegna óhappsins. Dalvíkurbyggð hyggst ræða við formann sveitarinnar um hver aðkoma hennar gæti orðið á viðgerðinni.

Ljósmyndir: Bjarni Eiríksson
Ljósmyndir: Bjarni Eiríksson