dalvíkurbyggð

Björgunarsveitin Dalvík hættir allri dósamóttöku

Björgunarsveitin Dalvík hefur tekið ákvörðun um að hætta allri dósamóttöku frá og með næstu mánaðamótum, janúar/febrúar 2021.

Sveitin hefur ekki lengur pláss fyrir allar dósirnar og vilja verja tíma sínum betur og þá til æfinga.

Í tilkynningu frá Björgunarsveitinni kemur fram að íbúum Dalvíkurbyggðar eru sendar kærar þakkir fyrir stuðninginn á undanförnum árum.