dalvíkurbyggð

Björgunarsveitin Dalvík opnar fyrir flugeldasölu á netinu

Björgunarsveitir eru samansettar af sjálfboðaliðum sem eru tilbúnir hvenær sem er sólarhringsins að leggja lið og aðstoða samborgara sína. Björgunarsveitin Dalvík hefur að geyma góðan hóp sjálfboðaliða, en til viðbótar er hún rík af góðum bakhjörlum sem standa þétt við bak sveitarinnar. Í dag hófst sala flugelda í húsi BSVD að Gunnarsbraut 4 og er hún mikilvægasta fjáröflun sveitarinnar.
Sú nýjung er í boði þetta árið að versla við okkur gegnum netverslun og ganga frá kaupum þar.
Viðkomandi sækir svo sína flugeldapöntun á sölustað við Gunnarsbraut 4 frá og með 28. desember – 31. desember.
Grímuskilda er á sölustað og tveggja metra reglan.
Opnunartímar eru sem hér segir:
Mánudagur 28. desember 16-20
Þriðjudagur 29. desember 12-22
Miðvikudagur 30. desember 12-22
Fimmtudagur 31. desember 10-16
Þrettándasala í syðra húsi BSVD:
Þriðjudagur 5. janúar 14-18
Miðvikudagur 6. janúar 14-18
Brennur í Dalvíkurbyggð um áramót og Þrettánda munu falla niður þessi áramót.
Mynd gæti innihaldið: 2 manns
Myndlýsing ekki til staðar.