Björgunarsveitin Dalvík sótti slasaða konu
Slösuð kona var sótt af björgunarsveitinni Dalvík í Karlsárdal, norðan Dalvíkurbyggðar, í dag. Útkallið barst björgunarsveitinni um klukkan tvö eftir að tilkynning barst Neyðarlínu. Flytja þurfti konuna um fjögurra kílómetra leið þar sem sjúkrabíll beið.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörg.