Brimnes hótel aftur opið

Brimnes Hótel í Ólafsfirði hefur aftur opnað eftir að hafa verið lokað tímabundið á meðan fyrri bylgjur af Covid voru í gangi og fáir ferðamenn á landinu. Hótelið hefur nú verið opið í nokkrar vikur og verið góð nýting á þeim herbergjum sem í boði eru.

Brimnes hefur einnig boðið upp á nokkra glæsilega bústaði í Ólafsfirði sem eru vel nýttir og vinsælir.

Hægt er að bóka herbergi á Booking.com og bústaðina á Brimnes.net og á booking.com.