Brotajárnsgámar við Tunguveg í Svarfaðardal

Í samvinnu við Hringrás hefur Dalvíkurbyggð komið fyrir brotajárnsgámi við Tunguveg í Svarfaðardal, þar sem hrægámarnir eru staðsettir. Allir þeir sem þurfa að losa sig við málma þurfa að koma þeim í gáminn. Ef verið er að losa sig við bifreiðar má skrifa númer bifreiðarinnar utan á hana og Hringrás mun sjá um að innheimta endurvinnslugjaldið og senda á skráðan eiganda.

Frá þessu er greint á vef Dalvíkurbyggðar.