Dalvík heimsótti ÍH í 3. deild karla

Dalvík/Reynir heimsótti Íþróttafélag Hafnarfjarðar (ÍH) í dag í 2. umferð Íslandsmótsins í 3. deild karla. Leikurinn fór fram í Íþróttahúsinu Skessunni í Hafnarfirði.

ÍH gerði jafntefli í fyrstu umferðinni á meðan D/R unnu sinn leik.

Leikurinn var fjörugur og var dramatík í lokin.

Það voru heimamenn sem skoruðu fyrsta markið á 20. mínútu, en það gerði Kristján Ólafsson. Dalvík jafnaði úr víti á 38. mínútu, en Gunnar Örvar skoraði það. Aðeins tveimur mínútum síðar fékk Dalvík aftur víti og aftur skoraði Gunnar Örvar, og staðan orðin 1-2 og var þannig í hálfleik.

ÍH gerði eina skiptigu í hálfleik en liðið var óbreytt hjá D/R. Andri Sólbergsson jafnaði leikinn fyrir ÍH á 58. mínútu og var staðan orðin 2-2 þegar tæpur hálftími var eftir. Þjálfari D/R gerði skiptingu fljótlega eftir jöfnunarmarkið og var Númi Kára settur inná fyrir Jóhann Örn. Á 78. mínútu gerði D/R tvöfalda skiptingu þegar Gunnar Darri og Kristinn Þór komu inná fyrir Gunnlaug og markaskorarann Gunnar Örvar. Þá kom Gunnlaugur Bjarnar inná fyrir Kristján Frey í framhaldinu.

Andri Þór skoraði þriðja mark ÍH á 85. mínútu og kom þeim í 3-2 þegar skammt var eftir. Viktor Daði var sendur inná fyrir Kristinn Þór Björnsson og allt var lagt í sóknina síðustu mínúturnar.

Dalvík jafnaði svo leikinn á 90. mínútu með marki frá Jóni Heiðari Magnússyni, og staðan orðin 3-3 og aðeins langur uppbótartími eftir.

Stefán Jónsson liðsstjóri ÍH var með læti á hliðarlínunni og fékk tvö gul spjöld með skömmu millibili og þar með rautt og útilokun frá leiknum.

Fleiri mörk voru ekki skoruð í leiknum og voru lokatölur 3-3 í þessum fjöruga leik.

 

Skessan í Hafnarfirði vígð | Fréttir | www.verkis.is