Dalvík heimsótti Sindra á Höfn

Dalvík/Reynir heimsótti Sindra á Hornafirði í dag í 4. umferð 3. deildar karla í knattspyrnu. Sindri var fyrir leikinn án stiga og vantaði sárlega sigur en D/R var í 7. sæti með 5 stig. Liðin mættust síðast í 3. deildinni árið 2018 og vann þá D/R  báða leikina.

Heimamenn komust yfir með  marki á 36. mínútu og var staðan 1-0 í hálfleik.

Dalvík/Reynir komu ákveðnir til leiks í síðari hálfleik og náðu að jafna leikinn á 69. mínútu með marki frá Kristni Þór Rósbergssyni. Staðan orðin 1-1 þegar tæplega 20 mínútur voru eftir.

Sindri fékk svo vítaspyrnu í blálokin eða á 93. mínútu en leikmaður Sindra sýndi stórkostlega listræna tilburði og lét sig falla í teignum. Varamaðurinn Sævar Gunnarsson skoraði úr spyrnunni en hann hafði komið inná á 79. mínútu leiksins.

Þjálfari Dalvíkur/Reynis gerði nokkrar skiptingar eftir mark, en Sindramenn héldu út í þessar fáu mínútur sem eftir voru. 2-1 sigur Sindra í dag og komust þeir af botni deildarinnar með þessum sigri.

Mynd: Magnús Rúnar Magnússon / Dal.is