Dalvík mætti Ægi í Þorlákshöfn

Dalvík/Reynir mætti Ægi á Þorlákshafnarvelli í dag í 20. umferð Íslandsmótsins. Liðin mættust í maí og fór þá 1-1 á Dalvíkurvelli. Ægir er í harðri baráttu um að komast upp í 2. deild en D/R er um miðja deildina.

Borja Laguna byrjaði óvænt á bekknum hjá Dalvík. Ekkert mark var skorað í fyrri hálfleik, og var staðan því 0-0 þegar dómarinn flautaði til leikhlés.

Borja Laguna kom inná í hálfleik fyrir Gunnar Darra hjá D/R. Ægir skoraði fyrsta mark leiksins á 57. mínútu og komst í 1-0.

Þjálfari D/R gerði fljótlega tvöfalda skiptingu eftir markið. Dalvík tókst ekki að jafna metin og vann Ægir því dýrmætan sigur og er liðið núna í góðum málum fyrir síðustu leiki mótsins. Lokatölur í leiknum 1-0.

Dalvík er áfram í 7. sæti með 26 stig í deildinni.