Dalvík/Reynir á Norðurlandsmótinu
Knattspyrnulið Dalvíkur/Reynis mun taka þátt í Norðurlandsmótinu, eða Kjarnafæðismótinu í janúar og febrúar. Liðið hafði áður dregið sig frá mótinu. Liðið tekur sæti Leiknis Fáskrúðsfirði í A-deild, riðli R1. Í riðlinum eru KF, Þór-2 og KA.
Mótið hefst í dag með leik KF og Þór-2. Dalvík spilar gegn KF 30. janúar. Gegn KA 4. febrúar og gegn Þór-2 þann 7. febrúar.
Leikirnir fara fram í Boganum á Akureyri.