dalvíkurbyggð

Dalvík/Reynir fær nýjan leikmann

Dalvík/Reyni hefur borist liðsstyrkur í sóknina, en Númi Kárason mun leika með liðinu í sumar. Hann kemur frá Einherja, þar sem hann lék sl. sumar og átti mjög gott mót í 3. deildinni. Hann lék 21 leik í deild- og bikar með Einherja og skoraði 14 mörk þar af þrjú í bikarkeppninni. Hann var næstmarkahæstur í 3. deildinni sl. sumar með 11 mörk.  Árið 2017 lék hann með Þór í Inkassódeildinni, hann lék alls 6 leiki það sumar í deild- og bikarkeppni, en hann lék einnig upp yngri flokkana hjá Þór. Sumarið 2016 lék hann sem lánsmaður með Magna á Grenivík og lék þar 18 leiki í deild og bikar og skoraði 3 mörk.

Númi er sóknar- eða vængmaður og býr yfir miklum hraða og líkamlegum styrk og mun því styrkja lið Dalvíkur í 2. deildinni í sumar. Dalvík/Reynir hefur tilkynnt að Númi hafi gert tveggja ára samning við félagið, en KSÍ hefur enn ekki birt upplýsingar um þessi félagsskipti á sinni síðu.

Mynd með fréttinni er frá Dalviksport.is