Dalvík/Reynir gerði jafntefli í Fjarðabyggð

Dalvík/Reynir heimsótti lið Fjarðabyggðar um helgina í 2. deild karla í knattspyrnu. Leikið var á Eskjuvelli við erfiðar og blautar aðstæður. Fyrri leikur liðanna í deildinni fór fram á Boganum á Akureyri og endaði 0-0.

Ekkert mark var skoraði í fyrri hálfleik en þrír leikmenn Fjarðabyggðar fengu gul spjöld. Þegar fimm mínútur voru liðnar af síðari hálfleik, skoraði Númi Kárason fyrir D/R og kom þeim í 0-1. Hans fimmta mark í sumar í deild og bikar.

Á 61. mínútu kom Viktor Daði inná fyrir Alexander Inga hjá D/R. Tólf mínútum síðar misstu heimamann leikmann af velli með rautt spjald og spiluðu einum færri til leiksloka.  Ottó Björn kom inná fyrir Borja Laguna hjá D/R skömmu áður.

Á 73. mínútu jafnaði Fjarðabyggð leikinn í 1-1. Kristinn Þór kom inná fyrir Jóhann Örn á 86. mínútu. Leiktíminn fjaraði út og jafntefli var niður staðan.

Dalvík/Reynir leikur við ÍR næstkomandi laugardag kl. 14:00 á Dalvíkurvelli.