Dalvík/Reynir heimsótti Hött/Huginn

Dalvík/Reynir heimsótti Hött/Huginn í dag á Fellavelli í Fellabæ við Egilsstaði. Leikurinn var sjá fjórði sem D/R leikur í Lengjubikarnum í ár.

Staðan var 0-0 í hálfleik og allt stefndi í markalaust jafntefli, en á 85. mínútu skoraði Höttur/Huginn eina mark leiksins, og var það Brynjar Þorri Magnússon sem það gerði.

Dalvík/Reynir gerðu hvað þeir gátu en inn vildi boltinn ekki og unnu heimamenn þennan leik 1-0.

D/R eru með 4 stig eftir fjóra leiki í riðlinum.