dalvíkurbyggð

Dalvík/Reynir leikur við Selfoss

Dalvík/Reynir tekur á móti Selfossi í Boganum á Akureyri í dag, fimmtudaginn 30. maí í 2. deild karla í knattspyrnu.
Leikurinn hefst klukkan 16:00. Selfyssingar eru á toppi deildarinnar og eru með eitt sterkasta lið deildarinnar. Dalvík/Reyni er í 8. sæti eftir fjórar umferðir.

Þá eru ársmiðar fyrir tímabilið 2019 nú komnir í sölu hjá félaginu. Ársmiða má panta á netfanginu dalviksport@dalviksport.is og/eða á facebooksíðu félagsins.

Ársmiðinn kostar 11.000 kr. en innifalið í honum er aðgangur fyrir einn á alla heimaleiki Dalvíkur/Reynis ásamt léttum hálfleiks veitingum.