Dalvík/Reynir mætir Selfossi í úrslitum Lengjubikars
Úrslitaleikur B-deildar Lengjubikars karla fer fram í Akraneshöllinni í dag, fimmtudaginn 25. apríl og hefst leikurinn kl. 14:00. Liðin sem mætast eru Dalvík/Reynir og Selfoss. Selfyssingar lögðu KFG í undanúrslitum, og Dalvík/Reynir lagði Víði.
Frábært gengi hefur verið hjá Dalvík/Reyni í vor og liðið mætir næst KR í Mjólkurbikarnum í 32 liða úrslitum.