Dalvík/Reynir tapaði fyrir KF

Dalvík/Reynir og Knattspyrnufélag Fjallabyggðar mættust í 4. umferð 2. deildar karla í gær á Dalvíkurvelli. KF vann Kára í síðasta leik en Dalvík/Reynir tapaði stórt fyrir Kórdrengjum. Það eru alltaf barist fram á síðustu mínútu í þessum nágrannaviðureignum liðanna og þessi leikur var engin undantekin.

Heimamenn byrjuðu ágætlega og fengu hornspyrnu á 6. mínútu,  úr henni skoraði Laguna eftir sendingu frá Jimenez. KF sótti meira eftir markið án þess að fá opin færi en Dalvík leiddi 1-0 í hálfleik.

KF strákarnir komu sterkir inn í síðari hálfleik og sóttu mikið og uppskáru nokkur góð færi. Theodore Develan Wilson jafnaði loks leikinn á 65. mínútu með sínu öðru marki í þremur leikjum fyrir KF.

Hrannar Snær kom svo KF yfir á 68. mínútu með glæsilegu marki en hlutirnir gengu hratt fyrir sig á þessum kafla leiksins. Staðan orðin 1-2 fyrir gestina. Dalvík/Reynir gerði svo fjórar skiptingar um miðjan síðari hálfleikinn til að reyna komast betur inn í leikinn.

Á 81. mínútu fékk KF skyndisókn sem var vel útfærð en Emanuel Nikpalj átti góða stoðsendingu á Theodore Wilson sem skoraði sitt annað mark í leiknum og kom KF í 1-3. Nokkrum mínútum síðar fékk KF dæmt víti og fór Oumar Diouck á punktinn. Markmaður Dalvíkur varði en Oumar var fljótur að ná frákastinu og skoraði, staðan 1-4 og skammt eftir. Fyrsta mark Oumar fyrir félagið í þremur leikjum.

Á 86. mínútu fékk Dalvík/Reynir dæmda vítaspyrnu og fór Laguna á punktinn og skoraði, og minnkaði muninn í 2-4. Eftir markið færðist talsverð harka í leikinn, en KF hélt út og vann góðan útisigur á Dalvík/Reyni.