Dalvík/Reynir vann Fjarðabyggð 7-0

Dalvík gerði góða ferð austur í dag og lék við Fjarðabyggð í Lengjubikarnum í Fjarðabyggðarhöllinni. Dalvík var 0-1 yfir í hálfleik, en í síðari hálfleik opnuðust flóðgáttir og gerði Dalvík sex mörk. Fjarðabyggð gerði sjálfsmark á 46. mínútu og var staðan orðin 0-2. Fannari Daði skoraði svo þrennu á 9. mínútum um miðjan síðari hálfleik. Borja gerði svo eitt mark og Sveinn Margeir gerði lokamarkið á 80. mínútu. Frábær sigur og Dalvík/Reynir vann riðilinn á markatölu og endaði með 9 stig eins og Völsungur.

Lokatölur 0-7 fyrir Dalvík/Reyni.