Dalvík vann Einherja á Dalvíkurvelli

Dalvík/Reynir mætti liðið Einherja á Dalvíkurvelli í gær í 3. deild karla í knattspyrnu.  Liðin mættust í byrjun júní á heimavelli Einherja og unnu þeir leikinn 2-1, en liðinu hefur gengið illa á Íslandsmótinu í ár og voru í neðsta sæti fyrir þennan leik. Einherji byggir lið sitt upp á erlendum leikmönnum og voru 8 slíkir í byrjunarliðinu í þessum leik.

Dalvík gat með sigri haldið sér í efri hluta deildarinnar og ætluðu sér sigur í þessum leik.

Heimamenn skoruðu fyrsta markið á 23. mínútu þegar Jón Heiðar Magnússon kom boltanum í netið. Hans fyrsta mark í sumar. Staðan var 1-0 í hálfleik fyrir D/R.

Dalvík bætti við öðru marki þegar Borja Laguna skoraði á 58. mínútu og kom heimamönnum í þægilega stöðu þegar rúmur hálftími var eftir.

Gestirnir minnkuðu muninn á 73. mínútu og settu smá spennu aftur í leikinn. Dalvík héldu út og unnu leikinn 2-1. D/R eru núna með 24 stig í 6. sæti deildarinnar og aðeins fjórum stigum frá 2. sæti. Liðin fyrir ofan í deildinni hafa sum leikið færri leiki svo bilið getur aukist þegar þeir leikir klárast.