Dalvík vann stórsigur á ÍH

Dalvík/Reynir mætti ÍH á Dalvíkurvelli í dag í 12. umferð Íslandsmótsins í 3. deild karla í knattspyrnu.

ÍH hafði unnið síðustu tvo leiki, en voru þrátt fyrir það í 10. sæti deildarinnar. D/R hafði unnið einn af síðustu fjórum í deildinni en voru 7. sæti deildarinnar.

Heimamenn byrjuðu leikinn af krafti og skoruðu þrjú mörk í fyrri hálfleik, og var það Þröstur Jónasson sem gerði öll mörkin. Staðan var því þægileg þegar dómarinn flautaði til leikhlés, 3-0.

Gestirnir gerðu eina skiptingu í hálfleik. Heimamenn skoruðu svo fjórða markið á 57. mínútu, og var það Kristinn Rósbergsson sem var þar að verki. Staðan 4-0.

ÍH missti leikmann af velli á 65. mínútu og léku einum leikmanni færri til leiksloka.

Númi Kárason kom D/R í 5-0 á 79. mínútu, en heimamenn komu loks inn marki á 88. mínútu og minnkuðu muninn í 5-1. Sárabótarmark í leikslok.

Dalvík/Reynir vann leikinn örugglega 5-1 og eru áfram i 7. sæti deildarinnar með 17. stig.