dalvíkurbyggð

Dalvík vann Víði og fyrsti heimasigurinn í höfn

Dalvík/Reynir mætti Víði í Boganum á Akureyri í 2. deild karna í knattspyrnu í dag. Víðir var í 6. sæti deildarinnar fyrir þennan leik og D/R voru í 9. sætinu. D/R hafði ekki enn unnið heimaleik í sumar, en tapað þremur leikjum og aðeins skorað tvö mörk á heimavelli í sumar. Útileikirnir hafa gengið öllu betur og hefur liðið unnið tvo leiki og gert þrjú jafntefli en tapað tveimur.

Eina mark leiksins kom á upphafsmínútum síðari hálfleiks, og var það Þröstur Jónasson sem markið gerði fyrir Dalvík/Reyni.

Markið tryggði fyrsta heimasigurinn í deildinni í sumar og þrjú kærkomin stig. Þéttur pakki er núna fyrir ofan D/R og aðeins þrjú stig í 3. sætið.