Dalvíkingar unnu Ólafsfirðinga í bæjarkeppninni í golfi

Í byrjun vikunnar fór fram hin árlega bæjarkeppni í golfi milli Golfklúbbs Fjallabyggðar og Golfklúbbsins Hamars Dalvík og mættu 36 kylfingar til leiks frá Ólafsfirði og Dalvík. Átta bestu punktar töldu til úrslita hjá liðunum.
Mikil spenna var eftir 9 holur og allt benti til þess að heimamenn hefðu sigrað með einum punkti, en þar sem einhverjir voru skráðir á vitlausa teiga og forgjöfin uppfærðist ekki strax breyttust úrslitin. Þegar allar forgjafir voru uppfærðar þá komu rétt úrslit í ljós. GFB var með 148 punkta og GHD 151 punkta.
May be an image of 7 manns, people standing og útivist
May be an image of 11 manns, people standing og útivist