Dalvíkurlína brotnaði í óveðrinu
Rafmagnslínur í Dalvíkurlínu brotnuðu í óveðrinu. Talið er að um 20 stæður hafi brotnað og er í forgangi að gera við línuna. Dalvíkurlína lág í morgun niður við veg á Hámundarstaðarhálsi. Búist er við að viðgerð geti tekið nokkra daga.