Dalvíkurskóla og tónlistarskólanum lokað í tvo daga

Dalvíkurskóla og Tónlistarskólanum á Dalvík hefur verið lokað vegna hugsanlegra smita starfsmanna og nemanda.

Tveir starfsmenn skólans hafa greinst jákvæðir með covid í heimaprófi og einn nemandi í 1. bekk. Þessir aðilar fara í PCR próf til að staðfesta smitin í dag.

Í ljósi þessarar stöðu og til að forðast hópsmit mun Dalvíkurskóli og Frístund falla niður í dag, fimmtudaginn 18. nóvember og föstudaginn 19. nóvember.

Nemendur í 1. og 7. bekk í Dalvíkurskóla eiga að koma í sýnatöku í dag fimmtudaginn 18. nóvember frá 10:30. Gengið inn um inngang 1. bekkjar og út um inngang 2. bekkjar. (Öfugt á við þegar kosið er í skólanum)

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Dalvíkurskóla.

 

Heimild: dalvikurbyggd.is.