Dalvíkurskóli aftur opinn

Dalvíkurskóli opnaði aftur í morgun og fór skólastarfið vel af stað. Það vantaði tæplega 60 nemendur og 11 starfsmenn í skólann í dag.

Skólastjórnendur minna foreldra á mikilvægi þess á börn umgangist eins fáa og hægt er eftir að skóladegi lýkur.

Skipulag Dalvíkurskóla næstu daga:

25. og 26. nóv. Skóli verður frá kl 8:00 -12:00.
29. nóv. mánudagur – Skipulagsdagur kennara og því engin kennsla þann dag.
30. nóv. og 1.-3. des. Skóli frá 8:00-12:00.
Staðan verður endurmetin í lok næstu viku samkvæmt upplýsingum sem komið hafa fram á samfélagsmiðlum hjá Dalvíkurskóla.