Dalvíkurskóli flaug í úrslit Skólahreysti
Dalvíkurskóli vann sinn riðil í Skólahreysti og verður einn þeirra skóla sem keppa til úrslita. Frábær árangur hjá krökkunum, en skólinn náði 50 stigum í þrautunum og voru aldrei neðar í 4. sæti í stigasöfnun. Varmahlíðarskóli var á hæla Dalvíkurskóla og munaði aðeins einu stigi í lokin.Glerárskóli var svo með 46 stig í 3. sæti.
Dalvíkurskóla gekk best í Hraðabraut og Hreystigreipi en skólinn náði þar 2. sæti, en voru í 3. sæti í dýfum og upphýfingum. Liðið var svo í 4. sæti í armbeygjum.
Frábær bæting síðan í fyrra þegar Dalvíkurskóli náði 35,5 stig í riðlinum.
Í liði Dalvíkurskóla voru þau Allan Ingi, Ása Eyfjörð, Íris Björk, Gyða, Markús Máni og Máni Dalstein.