dalvíkurbyggð

Dalvíkurvöllur að verða klár

Framkvæmdir við nýjan gervigrasvöll í Dalvíkurbyggð eru langt komnar. Völlurinn verður tekinn í notkun um næstkomandi helgi þar sem yngri flokkar Dalvíkur fá þann heiður að leika fyrsta leikinn á vellinum. Sá leikur fer fram á föstudaginn 26. júlí kl. 16:00. Dalviksport greindi fyrst frá þessu.

Lokafrágangur á umhverfi vallarins er ekki búinn og tengivinna í aðstöðuhúsinu er eftir. Gera má ráð fyrir að lýsing fyrir völlin verði sett upp með haustinu.

Völlurinn uppfyllir strangar gæðakröfur FIFA. Völlurinn er upphitaður, með vökvunarbúnaði ásamt lýsingu.
Opinber vígsla á vellinum mun fara fram síðar og verður nánar auglýst.

Um framkvæmdina:
Hönnun og ráðgjöf: AVH og VSO
Jarðvinna: Steypustöðin Dalvík
Pípulagnir: Flæði ehf (Magnús M.)
Rafmagn: Electro Co.
Múrverk: Júlíus Viðarsson
Gervigrasið og undirlag: Metatron ehf.
Verkstjórn: Björn Friðþjófsson
Uppsteypa og fl.: Tréverk ehf.

Ljósmynd: Jóhann Már Kristinsson. Birt með góðfúslegu leyfi hans.

Heimild: DalvikSport.is